Börn í skólum í nágrenninu, bæði í Hafnarfirði og í Garðabæ voru mjög upptekin af eldsvoðanum enda fór hann ekki framhjá neinum og m.a. var börnum ekki hleypt út í frímínútur vegna eitraðs reykjastróks sem að lagði um allt svæðið
,,Vaktin okkar í Hafnarfirði fékk heldur betur óvæntan glaðning þegar þeim barst sending frá nemendum í 1. og 3. bekk Setbergsskóla. Krakkarnir sendu þeim ógrynni þakkarskeyta sem höfðu að geyma myndir og hjartnæmar kveðjur í kjölfar eldsvoðans í Garðabæ í vikunni.
Keðjurnar vöktu mikla gleði og veita okkur hvatningu til frekari starfa.“ segja slökkviliðsmenn í Hanfarfirði en þeim barst fjöldinn allur af hlýjum kveðjum frá börnum í nálægum skóla en Setbergsskóli er í næsta nágrenni.
Umræða