Frosti skýrir málið á 90 sekúndum
Mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við Orkupakka 3 og í myndbandinu hér að neðan talar Frosti Sigurjónsson um að verið sé að einkavæða orkuna og að börnin okkar muni grípa í tómt og hljóta verri lífskjör ef að Sjálfstæðisflokkurinn kemur þessum lögum í gegnum þingið.
Við getum sagt nei, það er bara réttur okkar samkvæmt EES samningnum, segir Frosti í þessu hnitmiðaða, stutta viðtali. Þá hefur verið stofnaður facebook hópur sem að heitir Orkan okkar og öllum er boðið að vera með í þeim hópi til þess að kynna sér málið. Þegar hafa 3.000 manns skráð sig í hópinn Orkan okkar!
Þjóðin er að afsala sér öllum sínum réttindum og gæðum sem að núverandi kynslóð þekkir, til braskara, ef að þessi lög ná fram að ganga. Og hafa ýmis félög og samtök lagst gegn því og hafa bent á að þá muni það sama gerast hér og t.d. í Noregi þar sem að verð á rafmagni tífaldaðist í höndum braskara þar í landi. Þá hafa verið uppi háværar raddir um að málið verði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stöðva verði að forseti Íslands kvítti upp á einkavæðinguna.
Þegar hefur verið undirbúin undirskriftarsíðan : Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um “þriðja orkupakka ESB”.