Skjálfti af stærð 3,3 mældist um 13km NNE af Grímsey kl. 04:44 í nótt. Ekki hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð.
Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast skjálftar á upptakasvæði hrinunar. Í gær (7. apríl) mældust tveir skjálftar af stærð 2,5 þar. Búast má við því að smáskjálftar mælist áfram á svæðinu á næstunni. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum hafa í kringum 3000 jarðskjálftar orðið í hrinunni síðan hún hófst þann 23. mars. Þegar virknin var sem mest, 27.-29. mars, mældust 500-800 skjálftar á dag. Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 08. apr. 05:48
Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast skjálftar á upptakasvæði hrinunar. Í gær (7. apríl) mældust tveir skjálftar af stærð 2,5 þar. Búast má við því að smáskjálftar mælist áfram á svæðinu á næstunni. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum hafa í kringum 3000 jarðskjálftar orðið í hrinunni síðan hún hófst þann 23. mars. Þegar virknin var sem mest, 27.-29. mars, mældust 500-800 skjálftar á dag. Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 08. apr. 05:48
Vikuyfirlit 25. mars – 31. mars
Um 2.700 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Þar af voru um 2540 staðsettir í jarðskjálftahrinu í Öxarfirði, um 7 km suðvestur af Kópaskeri. Um 1200 þeirra hafa verið yfirfarnir handvirkt en stuðst er við sjálfvirkni í heildartölu skjálfta. Stærsti skjálfti hrinunar af stærð 4,2 þann 27. mars reyndist stærsti skjálfti vikunnar. Annarsstaðar var fremur lítil virkni en norðaustan við Grímsey mældust tæplega 50 skjálftar.
Umræða