,,Já það var kalt, verulega kalt, en við voru í Vatnamótunum fyrir austan Kirkjubæjarklaustur “ sagði Halldór Gunnarsson sem var á veiðislóð í fyrradag og það var alls ekki hlýtt, skítkalt. Já það hefur kólnað verulega en veiðimenn eru samt að reyna víða ennþá.
,,Já það var allt frosið í Vatnamótunum og hávaðarok með skafrennigi . Við fengum 3 fiska en allt óveiðandi núna“ sagði Halldór enn fremur um veiðiskapinn.
Það á að hlýna aðeins næstu daga en svo á að klóna aftur, það er bara staðan núna. Það er ekki hlaupið að því að veiða í þessum kulda núna, auðvitað er þetta verra en klikkun. En gaman.
Mynd. Halldór Gunnarsson með flottan fisk í kuldanum.
Mynd. Helvítis kuldi bara
Umræða