Lögreglan í Vestmannaeyjum vill góðfúslega benda á erfiðar aksturs aðstæður á Eldfellsvegi við Viðlagafjöru
Síðastliðna nótt varð umferðarslys á Eldfellsvegi við Viðlagafjöru þar sem bifreið fór eina veltu, engin slys urðu á fólki. Eins og margir vita er jarðvegsvinna fyrir væntanlegt fiskeldi hafin á staðnum og eru aðstæður til aksturs orðnar erfiðari og þá sérstaklega þegar byrjar að rökkva en engin lýsing er á staðnum.
Eldfellsvegur hefur verið klofinn að hluta vegna framkvæmdanna og er ekki lengur hægt að aka hringinn í kringum Kirkjubæjarhraun heldur er einungis nú hægt að aka niður að Viðlagafjöru. Lögregla vill því biðla til ökumanna að vera ekki að aka á ofangreindum stað að óþörfu eftir myrkur en með mikilli gát ef þörf er að fara þangað.
Umræða