Klukkan 16:37 í gær kom tilkynning frá neyðarlínu til Brunavarna Suðurnesja um eld í einbýlishúsi í Suðurnesjabæ. – Húsið er mjög illa farið eftir brunann
Tilkynnt var um svartan reyk frá húsinu og ekki vitað hvort fólk væri innilokað.
Tvö reykkafaragengi voru send inn strax til leitar og mikill hiti og lítið skyggni gerði þeim erfitt fyrir.
Fljótlega kom í ljós að enginn væri innandyra en leitað var af sér allan grun. Í heildina komu 16 slökkviliðsmenn að verkefninu, 3 dælubílar og 3 sjúkrabílar en mikill vindur gerði slökkvistarfinu erfitt fyrir.
Einn slökkviliðsmaður slasaðist minniháttar og fékk aðhlynningu á Hss.
Slökkvistarfi lauk um kl 21 en húsið er mjög illa farið eftir brunann.
Lögregla fer með rannsókn málsins.
Umræða