,,Að gefnu tilefni hvet ég ALLA til að fara inná creditinfo.is og sjá hverjir eru að vakta þig“
Þessi yfirlýsing er sett fram á Pírataspjallinu og er þar fjallað um meint vinnubrögð Credit info sem að hefur leyfi Persónuverndar til þess að skrá vanskil o.þ.h. hjá landsmönnum og er reyndar líklegast eina fyrirtækið á landinu sem að stundar slíka starfsemi.
Í nágrannalöndunum er fjöldinn allur af slíkum fyrirtækjum sem að bjóða upp á samskonar þjónustu í hverju landi en lítil eða jafnvel engin samkeppni er á þessum markaði hér.
,,Að gefnu tilefni hvet ég ALLA til að fara inná creditinfo.is og sjá hverjir eru að vakta þig. Gerði þetta í kvöld og kom í ljós að tvö fyrirtæki sem ég á ekki í neinum viðskiptum við/né skulda eru að vakta fjármál mín. Þ.e.a.s Arion banki og Motus. Tek það fram að hvorugu þessu fyrirtækja skulda ég krónu eða er króna í innheimtu hjá hvorugu þessu félagi. Ég tel að hér sé GRÓFLEGA vegið að persónufrelsi mínu og lofaði Creditinfo lögsókn ef þeir létu ekki af „leka“ um mín persónulegu viðskipti, þegar í stað. Hvet fólk til að skoða hverjir eru að fylgjast með persónuupplýsingum sem þeim koma ekki við !“
Þá segir annar netverji ,,Þekki þetta. Mjög erfitt að fá þá til að taka þetta út. Ég varð að hafa samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja þau um að afskrá mig. Creditinfo neitaði að gera þetta.“ Þá svarar sá sem að kvartaði. ,,Einmitt, er búin að skoða og skulda þessum fyrirtækjum ekkert en samt virðast þetta vera reglulegt eftirlit.“
https://gamli.frettatiminn.is/2019/05/07/credit-info-skrair-folk-a-vanskilaskra-vegna-ologlegra-lana/