Borgin gerði leynisamninga við olíufélögin – Gáfu olíufélögunum lóðirnar gegn því að bensínstöðvar yrðu lagðar niður
Þann 19.janúar árið 2022 greindi Vigdís Hauksdóttir þáverandi borgarfulltrúi Miðflokksins í fyrsta sinn frá gjafagjörningi Reykjavíkurborgar til olíufélagana en það gerði hún í viðtali hjá Pétri Gunnlaugssyni hér á Útvarpi Sögu. Af því tilefni ætlum við að rifja upp það sem fram kom í fréttinni sem skrifð var í kjölfar viðtalsins og lesa má fréttina hér að neðan sem birt var í dag til upprifjunar:
Bensínstöðvum verður fækkað til muna á næstu árum og þær stöðvar sem eftir standa verða fjölorkustöðvar. Borgin gerir jafnframt samkomulag við þá lóðarhafa sem reka slíkar stöðvar að þeir eignist lóðirnar en samningarnir eru mismunandi eftir staðsetningu lóða og fleiri atriða sem þeim tengjast.
Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Pétur Gunnlaugssonvar við Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins, meðal annars um skipulagsmálin en Vigsdís segir að það sem einkenni skipulagsmálin helst sé hvað það ríki mikil andstaða almennings við áform meirihlutans.
Meðal þess sem fram kemur í samningum við lóðarhafa sem reka bensínstöðvar kemur fram að í sumum tilvikum er gert ráð fyrir að lóðarhafar leggi fram 2 milljónir á lóð til kaupa og uppsetningu á listskreytingum, á sama tíma skuldbindur borgin sig til þess að leggja fram sömu upphæð á móti til hverrar þeirrar lóðar sem þetta eigi við. Þá geta eigendur lóðanna ráðstafað þeim og byggt á þeim sýnist þeim svo.
Vigdís bendir á að þegar samkomulagið var gert við rekendur bensínstöðvanna hafi lóðaleigusamningar þegar verið búnir að renna út og því hafi ekki verið nein rök fyrir því að semja á þennan hátt.
„það getur enginn sem hefur lóð á leigu eignast eignarrétt eða hefðarrétt á henni þegar lóðasamningurinn er uppseigjanlegur, en borgarstjórinn fer þá að semja við olíufélögin á þennan hátt og það sem liggur fyrir núna er að það eru tólf lóðir sem búið er að afhenda olíufélögunum og þetta er hvorki meira né minna en sex og hálfur hektari“ segir Vigdís.
Sjá má samningana sem gerðir hafa verið við olíufélögin með því að smella hér
Hér að neðan má heyra viðtalið frá 19.janúar 2022