Þann 24. apríl sl. auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar embætti dómara sem mun hafa fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí 2020. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 31. ágúst 2020.
Umsækjendur um embættið eru:
- Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
- Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður
- Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor
- Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður
- Höskuldur Þórhallsson, lögmaður
- Ingi Tryggvason, lögmaður
- Ingólfur Vignir Guðmundsson, lögmaður
- Ólafur Egill Jónsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor
- Sigurður Jónsson, lögmaður
- Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari
- Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður
Umsóknirnar eru nú til meðferðar hjá dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.
Umræða