Veðuryfirlit
250 km ANA af Hvarfi er 998 mb lægð sem þokast N og frá henni lægðardrag NA um Grænlandssund. Skammt V af Færeyjum er 1019 mb hæðarhryggur sem fer hægt SA.
Samantekt gerð: 07.06.2020 20:04.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-13 m/s og rigning S- og V-lands. Hægari og þurrt á norðaustanverðu landinu, en dálítil rigning þar seint á morgun. Hiti 8 til 13 stig, en 13 til 19 á N- og A-landi á morgun. Lægir og dregur úr vætu annað kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-13 m/s með rigningu. Hægari og súld síðdegis á morgun, en úrkomulítið annað kvöld. Hiti 8 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og smáskúrir, en rigning fram eftir degi NV-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands.
Á miðvikudag:
Austlæg átt, 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar þokuloft austast. Hiti 8 til 18 stig, svalast A-til.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og dálítil væta, en þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.
Á föstudag:
Sunnanátt og skýjað með köflum, en bjartviðri NA-lands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á NA-landi.
Á laugardag:
Suðlæg átt og léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og yfirleitt þurrt V-til. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austanátt. Skýjað, svalt og væta á köflum SA-til, en annars þurrt bjart og hlýtt veður.
Spá gerð: 07.06.2020 20:04. Gildir til: 14.06.2020 12:00.