Norska matvælaeftirlitið hefur tilkynnt eldisrisanum SalMar um met sekt fyrir mjög alvarleg dýraníð. Skyndiskoðun leiddi í ljós mikið magn af dauðum og alvarlega veikum laxi í kvíum annars stærsta ræktanda á laxi í heimi. SalMar er móðurfélag Arnarlax.
Samkvæmt athugun NRK er sektin sem tilkynnt hefur verið um tæpar 1,7 milljónir norskra króna eða 21.6 milljónir íslenskar. Það er hámarks fjárhæð sem norska matvælaeftirlitið getur sektað.
Aðdragandinn er sá að fram fór fyrirvaralaus skoðun sem norska matvælaeftirlitið framkvæmdi ásamt öðrum yfirvöldum, um miðjan apríl í Þrændarlögum. Stofnunin skoðaði tíu mismunandi aðstöður sem tilheyra mismunandi fyrirtækjum. Enn sem komið er hefur aðeins starfsemi SalMar á Hjortøya fyrir utan Rørvik fengið tilkynningu um sekt.
Stór vandamál
Deildarstjóri norsku matvælaeftirlitsins í Namdal, John B. Falch, segir að í apríl hafi komið í ljós við öryggiseftirlitið, mikið af veikum og dauðum fiski. Það voru stór vandamál á nokkrum stöðvunum. Þar voru margir fiskar með stór sár, svokölluð vetrarsár, segir hann.
,,Að lifa með svona stór sár í sjó veldur laxinum miklum sársauka og veldur töluverðu álagi hjá fiskum. Það lekur líkamsvökvi úr sárunum og fiskurinn þornar upp. Það er vel skjalfest að fiskar upplifa sársauka og þetta er mjög alvarleg dýraníð,“ segir Falch við NRK.