Björgunaraðgerðir við Tham Luang hellana í Taílandi eru hafnar. 18 kafarar eru lagðir af stað inn í hellinn til að sækja drengina sem eru 12, ásamt fótboltaþjálfara þeirra. Þeir hafa nú verið fastir í hellinum í 15 daga
Uppfært kl. 11.40 – Tveir drengjanna eru komnir út. úr hellinum Björgunaraðgerðir standa nú yfir.
Öðru megin við hellin er árfarvegur sem að hefur valdið því að göngin hafa fyllst af vatni að hluta. Leiðin sem að drengirnir þurfa að komst er um 4 km. löng en þeir sitja fastir á 1,000 metra dýpi í hellinum. Það sem hefur gert kaförum erfitt fyrir, er að hellirinn er svo þröngur að ekki er hægt að kafa að drengjunum með köfunarkúta á bakinu. Aðstæður eru mjög erfiðar.
Búið er að koma upp dælum til þess að dæla vatninu af miklum krafti úr hellinum. Vatnið þar inni er eins og í drullupollum, sem gerir köfun erfiða og við bætist svartamyrkur inni í hellinum.
Ástralskur læknir hitti drengina í gærkvöldi og sagði að þeir væru við góða heilsu.
Síðustliðna þrjá daga hafa læknar undirbúið sig og farið yfir málin og þær aðstæður sem eru uppi, fyrir komu drengjanna úr hellinum.
Þyrla verður á staðnum ef á þarf að halda og viðbúnaður allur eins og best verður á kosið. Talsmaður hersins segir aðgerðina geta tekið þrjá til fjóra daga en það á eftir að koma betur í ljós og ekki hægt að tímasetja með fullri vissu hvernig björgunin muni ganga.
Búist er við að drengirnir komi út úr hellinum í fyrsta lagi í kvöld, eða um tvö eftir hádegi að íslenskum tíma.
Búið er að koma upp dælum til þess að dæla vatninu af miklum krafti úr hellinum. Vatnið þar inni er eins og í drullupollum, sem gerir köfun erfiða og við bætist svartamyrkur inni í hellinum.
Ástralskur læknir hitti drengina í gærkvöldi og sagði að þeir væru við góða heilsu.
Síðustliðna þrjá daga hafa læknar undirbúið sig og farið yfir málin og þær aðstæður sem eru uppi, fyrir komu drengjanna úr hellinum.
Þyrla verður á staðnum ef á þarf að halda og viðbúnaður allur eins og best verður á kosið. Talsmaður hersins segir aðgerðina geta tekið þrjá til fjóra daga en það á eftir að koma betur í ljós og ekki hægt að tímasetja með fullri vissu hvernig björgunin muni ganga.
Búist er við að drengirnir komi út úr hellinum í fyrsta lagi í kvöld, eða um tvö eftir hádegi að íslenskum tíma.
Eggert Skúli Jóhannesson
Umræða