5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Mútur til sjávarútvegsráðherra í Samherjamálinu gerðu 5000 manns atvinnulausa

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Kristinn Hrafnsson skrifar um Samherjamálið en WikiLeaks rannsakaði málið og Samherjaskjölin ásamt Kveik

Tveir sakborninga í Samherjamálinu voru í réttarsal í Namibíu í gær í tilraun til þess að fá lausn gegn tryggingu en þeir hafa setið í gæsluvarðaldi bíðandi dóms í meira en hálft ár. Þetta eru fyrrum sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau og tengdasonur hans Tamson „Fitty“ Hatuikulipi. Þetta var sögulegur dagur í þessu máli því í fyrsta sinn í réttarsal sýndi ákæruvaldið á spilin og gerði grein fyrir málinu á ítarlegri hátt en áður.
Á síðu dagblaðsins Informante var meðal annars fjallað um svikafléttu með tvíhliðasamningi við Angóla sem gerður var til að koma kvóta í hendur Samherja og lauma milljónum dollara úr landi í gegnum skúffufyrirtæki. Fjallað var um það hvernig spillingin sem þeir tengdafeðgar eru ásakðir um aðild að hafi leitt til þess að 5000 manns í sjávarútvegi í Namibíu hefðu misstu vinnuna.

Willem Oliver frá rannsóknarstofnun spillingamála í Namibíu (Anti-Corruption Commission – ACC) kom fyrir dóm og upplýsti að upplegg spillingarfléttunnar hefði verið handsalað á fundi á búgarði Bernhard Esau árið 2012 en í umfjöllun fjölmiðla á grunni Samherjaskjalana var greint frá því að þennan fund hefðu þeir setið Þorsteinn Már Baldvinsson og Aðalsteinn Helgason.

Engin „fjárdráttur“  sem hefur verið borinn upp á Jóhannes Stefánsson uppljóstrarra, hefur verið kærður á Íslandi eða Namibíu. Líklega er um rangar sakargiftir að ræða en við þeim er 2-16 ára fangelsisdómur skv. 148.gr. hegningarlaga 

Í blaðinu Namibian Sun er síðan einnig sagt frá því að ACC hafi upplýst að þeir hafi farið í gegnum síma James Hatuikulipi, eins sakborninga, eftir að hann var handtekinn og þar hafi fundist örvæntingarfullar beiðnir hans til Samherja um að þeir feldu slóð peninganagreiðslna sem Samherji sendi inn á leynireikning í hans nafni í Dubaí.
Ekkert af ofangreindu hefur ratað í fjölmiðla á Íslandi. Hins vegar þótti það fréttnæmt að Hatuikulipi hefði gasprað um það fyrir dómi að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hefði dregið sér fé frá Samherja til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Engin „fjárdráttur“ af því tagi hefur verið kærður á Íslandi eða Namibíu né heldur skýrt hvers vegna sakborningur í stærsta spillingarmáli Namibíu er svona annt um fjármál Samherja.

Sálirnar og sjálfsvígin

Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson ákvað fyrir rúmu hálfu ári að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastóli Samherja var það, að hans sögn, vegna þess að honum blöskraði umræðan um fyrirtækið í kjölfar opinberana í Samherjaskjölunum. Vildi hann taka fram að Samherji væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“ og gat þess að yfir 800 manns störfuðu hjá því á Íslandi.
Í réttarsal í Namibíu í gær reifaði fulltrúi rannsóknarstofnunar spillingarmála (Anti-Corruption Commission – ACC) umsvif málsins og helstu þætti þess. Það vakti athygli að hann fór nokkuð ítarlega yfir áhrif þessara spillingarmála á samfélagið í Namibíu. Ekki aðeins hefði almenningur verið svikinn um réttmæta hlutdeild í vinnslu þessarar auðlindar, sem óhjákvæmilega hefði leitt af sér veikingu innviða samfélagsins, heldur hefðu nærri 5000 manns misst atvinnu sína í sjávarútvegi landsins og framfæri sitt þar með.

Líkast til má segja að Willem Olivier frá ACC hafi blöskrað, ekki blöskrað vegna umræðunnar heldur beinharðar afleiðingar spillingarmálanna í eigin landi. Þetta sagði hann, samkvæmt blaðinu Informante: „Almenningi er misboðið í þessu máli. Það hafa verið mótmæli. Fólk hefur jafnvel mótmælt við skrifstofur ACC, mótmælt í Walvis Bay og svo fjarri sem á Íslandi. Sjávarútvegurinn og einstaklingar glötuðu störfum. Sumir sviptu sig lífi“.
Já hvað segir fólkið með sálirnar?