-4.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

,,Þetta byrjar voða sakleysislega“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Getum við aðeins staldrað við?

Afleiðingar neyslu vímuefna eru svo margþætt. Þessi ungi maður sendi þessar myndir og gaf leyfi til þess að birta þær í von um að það myndi vekja fólk til umhugsunar hvað umhirða er mikilvæg. Hlutir sem fólk sem er langt komið í neyslu lætur sitja á hakanum.

Þetta byrjar voða sakleysislega. Þú gleymir að tannbursta þig eftir djammið, eitt skipti pælir svosem ekkert í því. Allt í einu eru skiptin orðin fleiri og dagarnir þar sem reglubundin umhirða tanna, hreinlætis og fleira er farið að vera ábótavant. Smá saman byrja tennurnar að gefa sig undan álaginu. Svo er nú ekki eins og fólk sé upp til hópa að sniðganga gos, sykur og aðra hluti sem ýta undir tannskemmdir.

Þessi ungi maður fékk nýjar tennur erlendis og talar um það að þetta sé að breyta öllu viðmóti hans og sjálfstrausti.

Þessi ungi maður fékk nýjar tennur erlendis og talar um það að þetta sé að breyta öllu viðmóti hans og sjálfstrausti. Í mörg ár hefur hann verið edrú en hlédrægur og fullur af skömm að fela á sér munnin vegna ástand tannanna. Við óskum honum innilega til hamingju með tennurnar og þökkum á sama tíma fyrir að leyfa okkur að vekja athygli á þessu öðrum til forvarnar.

Þótt að afleiðingar neyslu verði ekki alltaf mældar í peningum þá er þetta ein af þeim sem kostar gríðarlega háar upphæðir til þess að laga. Mikið væri nú gaman ef einhver tannlæknir á Íslandi myndi setja sig í samband við okkur í Það er von og hefja samstarf við okkur við að hjálpa fólki sem er í bata frá fíkn að laga tennurnar. þessar myndir og texti þurfa að komast sem víðast þannig við biðjum ykkur að deila þessu.
Tengt efni:

Fékk 75% ódýrari tannviðgerðir en á Íslandi