Handfærasjófólk stefnir matvælaráðherra og ríkisstjórninni – Kvótakerfið er ólöglegt
Að áliti handærasjófólks hefur ekki verið staðið við úrskurð Mannréttindanefndar Evrópudómstóls Sameinuðuþjóðanna um frelsi almennings að eigin auðlind. Frá því að úrskurðinn var lagður fram hafa stjórnvöld farið á svig við úrskurðinn sem var megin forsenda þess að núverandi kvótakerfi sé löglegt.
Kvótakerfið er ólöglegt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Evrópudómstóls Sameinuðuþjóðanna, vegna þess að stjórnvöld hafa kvótasett fjölda tegunda sem voru áður utan kvóta og brotið þannig frelsi til veiða. Mannréttindi hafa með þessum hætti verið brotin og frelsi handfærasjófólks til atvinnufrelsis og mannréttinda verið þverbrotin. Þar með er kvótakerfið ólöglegt samkvæmt úrskurði mannréttindanefndar Evrópudómstóls Sameinuðuþjóðanna á grundvelli frelsis almennings og handfærasjófólks að eigin auðlind.
Hvað var átt við þegar mannréttindanefnd gaf út tilskipun um frelsi fyrir almenning að eigin auðlind. Voru það 48 dagar til veiða eða bara frelsi almennt til að veiða ef þú hafðir réttindi og haffært skip?
Hver er merkingin á bak við þá lausn sem var afgreidd á borði einhvers i Reykjavík. Var þessi lausn einhverntíman borin undir þjóðina og var einhverntíma talað um að taka þessar veiðar út úr aflamarkskerfi sem er ástæðan fyrir því að svona strandveiðikerfi varð að verða til. Að öðrum kosti væri aflamarkskerfið ekki í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar og því yrði að hætta við kvótakerfið í núverandi mynd og hörfa aftur til sóknarmarkskerfisins.
Kvótakerfið ólöglegt
En margt hefur breyst síðan þetta var gert og frelsi almennt ennþá meir takmarkað frá því að mannréttindanefnd samþykkir þessa niðurstöðu.
Því má álykta að aflamarkskerfið sé á hálum ís í dag og mjög líklega ólöglegt að áliti mannréttindadómstóls sem ætti hiklaust að ganga hér inni og gera athugasemdir við að það hafi ekki verið fylgt eftir þeim samningi sem var gerður, heldur hafi verið kvótasettar tegundir sem var hluti af því samkomulagi sem náðist áður en þetta var samþykkt
Því má reikna með að stjórnvöld séu jafnvel búinn að gera aflamarkskerfið ónýtt og neiðast jafnvel til að hörfa til baka í sóknarmarkskerfið.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess hversu Strandveiðarkerfið er mikilvægt fyrir aflamarkskerfið. Því ef Strandveiðar væru ekki til staðar, þá er aflamarkskerfið ólöglegt. Í því ljósi ætti matvælaráðherra að bæta í pott strandveiða og taka almennt Strandveiðar út fyrir sviga og lita á þær veiðar sem frávik frekar en einhvern pott sem veitt er úr.
Stefna matvælaráðherra og ríkisstjórninni
Nema við söfnum fé og stefnum Matvælaráðherra og Ríkisstjórn íslands fyrir að brjóta það samkomulag sem var gert við mannrettindanefnd Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. En með því væri bankakerfið og hagkerfið þjóðarinnar sett i alvarlegt uppnám og á meðan dómar fellu ekki mætti gera ráð fyrir að kvóti útgerða væri verðlaus og veðlaus fyrir vogunarsjóðum og stefndum við þvi þjóðinni i alvarlega stöðu ef þetta væri gert.
Enda væri Matvælaráðherra þarna gerður ábyrggur fyrir þeirri stöðu sem kynni að skapast við þessa stefnu sem væri tekinn.
En hvað gera menn þegar neyðin kallar ? Annars nokkuð góður bara og eigið góðar stundir þegar þið hugsið málið með þetta og þau gríðarlegu áhrif sem kynni að skapast við eina litla stefnu til mannrettindanefndar sem færi með málið fyrir dómstóla. Væri nú gaman að stofna bankareikning til söfnunar til að fara í mál og óska ég eftir gjaldkera sem tæki málið að sér.
Þeir sem vilja skrá sig fyrir framlögum er velkomið að hafa samband við mig í síma 773 0388 eða pm eða snúa sér til Strandveiðifélag Íslands sem hefur stofnað reikning. Hér eru nánari upplýsingar:
Við erum með málssóknarsjóð í Strandveiðifélaginu. Öllum frjálst að leggja inn. Við þurfum lögfræðiálit um hvaða leið er best að fara. Fyrir málssóknarsjóð félagsins eru bankaupplýsingar eftirfarandi: 586-14-1139. Kennitala Strandveiðifélagins er 570522-0860
Verr farið með Ísland en Namibíu – Kvótakerfið til Mannréttindadómstólsins