-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Verr farið með Ísland en Namibíu – Kvótakerfið til Mannréttindadómstólsins

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Það hlýtur að vera vilji eiganda kvótans (þjóðarinnar) að fá sem hæst verð fyrir eign sína“

Ágætur penni sem ég hef fylgst með sagði þetta um kvótakerfið: ,,Nú er tækifæri hjá ríkinu og þjóðinni allri að afturkalla kvótann og fá full yfirráð aftur yfir réttmætri eign sinni. Og innheimta af auðlindum hafsins gjald sem þegar er búið að mynda með frjálsri verðlagningu frá útgerðum í dag sem er ásættanlegt og eflaust hægt að gera út skip þar sem það er þegar gert í dag. Munurinn á þessu er bara sá að ríkið hagnast, skólakerfi verður betra, heilbrigðiskerfið og aðrir innviðir samfélagsins fá meira fjármagn til uppbyggingar. Leigjandinn (útgerðin) hefur ekki greitt leiguna til eigandans (þjóðarinnar) undanfarna áratugi og því ber að sparka honum út.“

Innviðirnir eru sveltir og þjóðin á meðan útgerðin á Íslandi er að skila „eigendum“ sínum hundruðum milljarða í hagnað og arði á hverju ári

Þetta væri gert með innköllun fisveiðaheimilda. Allur fiskur færi í gegnum fiskmarkaði og öllum væri heimilt að fiska sem ættu bát. Kvóti væri gerður upp við sölu á fiskmarkaði til ríkisins og stærðarmörkum skipa stýrt í landhelginni.

Togurum sem eyðileggja hafsbotninn með óafturkræfum afleiðingum og menga ótrúlega mikið, yrði fækkað verulega og áhersla lögð á vistvænar veiðar smábáta og millistórra skipa. Þetta er einfalt í framkvæmd og tæki ekki langan tíma að gera þessar breytingar á kerfinu.

Útgerðin borgar hlægilega lágt gjald til þjóðarinnar

Ef við skoðum það hvað þjóðin er að fá lítið út úr fiskveiðikerfinu og útgerðin borgar hlægilega lágt gjald til þjóðarinnar, þá er Íslenska þjóðin í raun bara í sömu sporum og fólkið í Namibíu. Ég sé að þetta er nákvæmlega sama flettan og svikamillan og er stunduð þar og þegar ég horfði á þættina sem ljóstruðu upp um starfsemina í Namibíu, þá sá ég að nákvæmlega það sama hefur verið að gerast hér á Íslandi eftir að hafa fylgst með kvótakerfinu í fjóra áratugi.

Verr farið með Íslandi en Namibíu sem fær hærra gjald fyrir sinn kvóta en Ísland

Jón Gunnarsson frkv.stj. skrifar

Innviðirnir eru sveltir og þjóðin á meðan útgerðin á Íslandi er að skila „eigendum“ sínum hundruðum milljarða í hagnað og arð á hverju ári.

Enginn munur er á Íslandi og Namibíu þegar þetta er borið saman, nema sá að Namibía fær hærra gjald greitt fyrir sinn kvóta en Ísland og að því leiti mætti segja að verr sé farið með Íslandi en Namibíu, þegar kvótakerfið er annars vegar.

Mótmælaspjald merkt, ,,Litla Namibia“ – Verr farið með Ísland en Namibíu

Fólk lifir undir neysluviðmiði á Íslandi, eldri borgarar og yngra fólk á ekki fyrir nauðþurftum. Það er vitlaust gefið og svindlað að auki í þessu spili.

Eins er farið að með Ísland og Namibíu, tapað spil hjá almenningi. Eins á að fara með orkuna okkar eins og Orkupakki 3 sýnir sem nauðgað var inn á þjóðina en 70 til 80% þjóðarinnar var á móti Orkupakka 3 eins og kvótakerfinu.

Kvótakerfið til Mannréttindadómstólsins – Íslenskir dómstólar hafa alltaf staðið með kvótaelítunni

Núna ætti einhver alvöru útgerðarmaður sem á engan eða lítinn kvóta að gera ríkinu (okkur) opinbert tilboð í kvótann okkar, fiskveiðiheimildir þjóðarinnar. Birta það t.d. í blöðum og bjóða bara gott verð. Ef ríkið tekur ekki tilboðinu fyrir hönd þjóðarinnar, þá þyrfti að fara með málið fyrir dómstóla.

Íslenskir dómstólar hafa alltaf staðið með kvótaelítunni, hvernig sem á því stendur og hugsi það hver fyrir sig. En það er sem betur fer til Mannréttindadómstóll ESB sem mundi þá að lokum koma með réttan úrskurð sem hægt væri að treysta. Það hlýtur að vera vilji eiganda kvótans (þjóðarinnar) að fá sem hæst verð fyrir eign sína.

Kvótakerfið stuðlar að brottkasti og sóun verðmæta upp á tugi milljarða árlega s.l. 35 ár

Eða er það ekki?  Það væri ráð að fara með stjórnarskrána þangað líka því varðhundar kerfisins um óbreytt og verra ástand fyrir almenning hefur sagt það grímulaust að þeir ætli að herða ólarnar gagnvart almenningi sem er neitað um nýja stjórnarskrá. ,,Engin ástæða til að umbylta kerfinu“ segja íhalds og afturhaldsöflin sem sitja á Alþingi bara til þess að verja óbreytt ástand.
Loforðum sem gefin voru til útgerða ef við tækjum upp kvótakerfi til að stýra veiðum og byggja upp fiskistofna við ísland. Voru þau að hægt yrði að leggja kerfið af aftur þegar stofnar yrðu stærri sem gerðist aldrei. Raunin er sú að tilraunin mistókst og aldrei varð nein aukning á veiðum í þessa rúma þrjá áratugi sem tilraunakerfið átti að skila.

Kvótakerfið er ónýtt og virkar ekki

Kvótakerfið er ónýtt og virkar ekki og ekki er hlustað á það að sóknarmark er eina rétta kerfið sem er án brottkasts og frjálsar veiðar vistvænna smábáta. Það vita allir sem eitthvað vit hafa á sjávarútvegi að brottkast hefur verið stundað s.l. 35 ár og mörg þúsund milljónir hafa tapast hjá þjóðinni vegna þessa. Þjóðin hefði alveg getað notað þá milljarða í innviðauppbyggingu. Kvótakerfið stuðlar að brottkasti, fyrirtæki eru ekki að koma með fisk að landi sem er of ódýr miðað við leigugjaldið til „kvótaeigendanna.“ Sem láta leiguliða í kvótakerfinu greiða margfalt veiðigjald ríkisstjórnarinnar í leigu inn á sinn eigin reikning án þess að hafa neitt fyrir því og allt í boði ónýtra stjórnvalda og kvótakerfis.

Leigugjald sem nemur margföldu veiðigjaldi ríkisstjórnarinna til þjóðarinnar sem er hlægilega lágt. Margfalt það leigugjald í eigin vasa kvótahafa, er það gjald sem útgerðarmönnum þykir réttlátt þegar það rennur í þeirra eigin persónulega vasa, fyrir afnot leiguliða að kvóta sem þjóðin á en hefur treyst útgerðarmanninum fyrri, en sá hinn sami braskar með og græða á. Hvernig væri nú að þjóðin færi að vaknaði? Hvaða vit er í því að maður út í bæ sé að leigja auðlind almennings fyrir tugi og hundruði milljóna á ári og setja það í sinn vasa áratugum saman? Aðili sem hefur ekkert við kvótann að gera sjálfur. Hvaða rugl er þetta??

Þvert á móti minnkaði arður af auðlindum og dró saman tekjur til innviða samfélagsins eins og til heilbrigðisþjónustu, aldraðra, skólakerfis ofl.  og spennti hér upp leigu- og fasteignaverð sem hlaust af kerfinu þegar fjárfest var fyrir auðlindir landsmanna. Þegar útgerðir tóku að selja frá sér kvótaheimildir og fjárfestu í fasteignablokkum og (okur) leigufélögum sem eru á góðri leið að verða öll á hendi fárra manna eins og auðlindir okkar. Hugmyndin á bak við þetta er að gera alla landsmenn að leiguliðum (þrælum) fyrir elítuna sem borgar niður fjárfestingar af eignum elítunar í formi leigugjalds sem er frjáls álagning (ánauð) með engum takmörkunum eða leiguþaki fyrir leigjandann, sem eignast ekkert að lokum. Allt rennur til elítunnar. Er búið að gleyma síðasta hruni?

Þetta var gert í Verðbréfaspilinu og Útvegsspilinu og kannski er þetta bara eitt stórt samsæri eins og spaugstofan sagði í denn. Þá má ekki gleyma því að peningar sem fólkið í landinu hefur lagt til lífeyrisjóða sem átti að koma því til góða á efri árum. Eru notaðir óspart fyrir þessa elítu til að fjármagna og braska. þannig tryggja þau að hinn almenni borgari verði með verri lífskjör á efri árum og slæmt lífsviðurværi þegar lífeyrissjóðir hafa verið tæmdir í gegnum braskara og kauphallir með fyrirfram vonlausum fjáraustri eins og sagan sannar. Gróðinn er svo sendur í skattaskjól allt í boði einkavinavæðingar og ríkisins á kostnað almennings.

Æ það kom smá hrun en það reddaðist, afskrifuðum bara hjá þeim stærstu og settum á alþýðuna smá meiri byrgðar og drógum svo úr allri þjónustu til að mæta þessu. Þetta reddaðist því við gátum gengið óhindrað í lífeyrissjóði landsmanna og borgað það sem var afskrifað hjá stórfyrirtækjum vina okkar. Þetta er uppskriftin af farsælu stjórnarfari.

Svona er ástatt í útgerð í Keflavík í dag – Allt vegna óstjórnar í kvótakerfinu

Á meðan þetta var gert tók fullt af fólki líf sitt og hjá öðrum splundruðst fjölskyldur, fólk missti heimili sín og aðrir hrökkluðust af landinu. Byggðir sem var gaman að heimsækja sem voru fullar af krafti og mannlíf á höfninni, er ekki sjón að sjá í dag. Enda er unnið hörðum höndum að þétta byggðina á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Þetta hefur allt breyst eftir að auðlind þjóðarinnar varð frammseljanleg og staðbundnar útgerðir í þessum byggðarlögum sem héldu þessu mannlífi gangandi. Svokallaðir Sægreifar eða Sjóræningjar, fengu allt í einu að selja alla lífsbjörgina út úr byggðarlögum og tæma allar æðar af blóði til hjarta íbúanna sem áttu samt auðlindina, sem fáeinir fengu samt greiddar hundruði og milljarða fyrir sölu á. Á meðan almenningur, bæjarbúar, sem átti að eiga auðlindina þurftu að selja eigur sínar, fasteignir og taka á sig verðfall á eignum sínum og hrökklast burt frá því sem það hafði stritað við að byggja upp allt sitt líf við hlið handhafa kvótans.

Svona lítur þetta því miður út og margar fleiri hliðar eru á þessu sem sýna allt óréttlætið við svona fiskveiðistjórnunarkerfi. Sem skapar þjóðinni lítið sem ekkert nema mismunun og stéttaskiptingu sem gæti endað með borgarastyrjöld eða alla vega uppreisn samfélagsins. Mér sýnist að þjóðin sé farin að átta sig á því að það er lítill sem enginn munur í raun á ástandinu á Íslandi og í Namibíu.