Helstu tíðindi frá lögreglu 08. Júlí 05:00 til 17:00. Alls eru bókuð 50 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
Lögreglustöð 1
- Aðili handtekinn fyrir ógnandi tilburði í miðbænum og hafði verið að reyna að slást við vegfarendur. Vistaður vegna ástands og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
- Tilkynnt um aðila sofandi ölvunarsvefni í hverfi 104.
- Tilkynnt um minniháttar líkamsárás í hverfi 104.
- Tilkynnt um þrjá aðila með háreysti í miðbæ. Reyndust allir með eggvopn á sér og einn að auki með fíkniefni í sínum fórum. Eggvopnin haldlögð og málið afgreitt með kæru vegna vopnalagabrots og vörslu fíkniefna.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 105. Aðilinn farinn á brott er lögreglu bar að garði.
- Tilkynnt um menn í annarlegu ástandi utan við hús í hverfi 101. Reyndust vera í sólbaði.
Lögreglustöð 2
- Tilkynnt um hávaða í heimahúsi. Húsráðandi baðst afsökunar og lofaði að slútta samkvæminu.
- Tilkynnt um aðila sem hafði bakkað á bifreið og væri að reyna að komast undan. Reyndist undir áhrifum ávana- og fíknefna við akstur. Aðilinn fluttur á lögreglustöð í venjubundið ferli.
Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um tvo grunsamlega menn sem höfðu verið að reyna að brjótast inn í fjölbýlishús en tóku til fótanna er þeir urðu varir við tilkynnanda.
- Tilkynnt um árekstur og afstungu.
- Tilkynnt um aðila sem hafði slasað sig á hendi við að skera frosna beyglu. Fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um sauðfé að valda hættu á Suðurlandsvegi. Rollunum kennt umferðarreglurnar.
- Tilkynnt um rásandi aksturslag á bifreið á Vesturlandsvegi.
- Tilkynnt um reyk og mögulegan eld í gróðri í hverfi 110. Reyndist ekki á rökum reist.
Umræða