Núna, u.þ.b. þremur vikum eftir að hið umdeilda afmæli fullveldisins sem var haldið á Þingvöllum og víðar um land, hefur komið í ljós að kostnaðurinn var 200 milljónir króna en ekki 80 eins og alltaf var talað um opinberlega.
En það var um það leiti sem að ekki var hægt að liðka til í samningum við ljósmæður og fólki blöskraði 80 milljóna króna kostnaður í því samhengi sem að virðist í raun hafa verið vel rúmlega hærri þegar að allt er tekið saman.
Í fjárlögum kemur fram einn liður þar sem að stendur: Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 200.000.000 kr. Ekki er nein sundurliðun á því hvernig peningunum var varið né hefur verið upplýst hvort að um fleiri útgjöld hafi verið um að ræða.
Athygli vakti að almenningur var mjög óánægður með afmælið í alla staði, að þetta hefðir bara verið Elítupartý og þjóðinni hefði ekki verið boðið en aftur á móti hefði heiðursgestur ríkisstjórnarinnar verið rasistinn Pia Kjærsgaard frá Danska þinginu. Það er mál manna að afmælið hafi verið klúður frá upphafi til enda og að þess verði minnst þannig í sögubókum í framtíðinni. Talað var m.a. um “Almanna“gjá á milli þings og þjóðar, enda mætti þjóðin ekki og þingið var öðru megin við gjánna og fólkið hinu megin.
Heiðursgestur ríkisstjórnarinnar ,,Orðuð við að stunda kynþáttahatur í heimalandi sínu”