Leigjendamálum fjölgar
Fyrirspurnum vegna leigumála hefur fjölgað mikið undanfarin ár en Neytendasamtökin hafa liðsinnt leigjendum frá árinu 2011 þegar gerður var þjónustusamningur við velferðarráðuneytið.
Hér má lesa um nokkur mál sem hafa komið inn á borð Leigjendaaðstoðarinnar og sýna svo ekki verður um villst að víða er pottur brotinn.
Tók við húsnæði í slæmu ástandi
– hafði skrifað undir leigusamning á íslensku
Maður af erlendu bergi brotnu leitaði til Neytendasamtakanna vegna atvinnuhúsnæðis sem hann hafði tekið á leigu. Ýmislegt var athugavert við ástand húsnæðisins, sem ekki hafði verið tekið fram í viðræðum við leigusala. Óafvitandi hafði maðurinn þó undirritað leigusamning þar sem hann samþykkti að taka við húsnæðinu í þessu slæma ástandi, en hann talaði ekki íslensku og gat því ekki lesið leigusamninginn sem hann fékk eingöngu til undirritunar á íslensku. Stóð maðurinn í þeirri meiningu að skriflegi samningurinn væri í samræmi við það sem honum og leigusala hafði farið á milli munnlega. Þar sem samningsfrelsi gildir um atvinnuhúsnæði var lítið hægt að gera fyrir umræddan skjólstæðing. Sýnir þetta mál mikilvægi þess að sýna aðgát þegar ritað er undir leigusamninga, sérstaklega þegar um er að ræða atvinnuhúsnæði.
Gert að greiða umsýslugjald
– leigjandi dregur mál til baka
Erlend kona leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna umsýslugjalda sem hún var rukkuð um eftir að hún flutti inn í leiguíbúð. Reikningurinn hljóðaði upp á 30.000 kr. en slík gjaldtaka kom hvergi fram í húsaleigusamningnum sem hún hafði undirritað né á heimasíðu leigusala. Leigjendaaðstoðin skoðaði málið og sagði konunni að þessi gjaldtaka væri að öllum líkindum óheimil og var henni boðin aðstoð við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála. Eftir nokkra fundi með Leigjendaaðstoðinni ákvað konan þó að draga kæruna til baka og greiða reikninginn af ótta við að raska sambandi sínu við leigusala og vera sagt upp leigusamningnum. Leigjendaþjónustan gat því ekki aðhafst meira í þessu tiltekna máli en það sýnir glögglega hversu veik staða leigjenda getur verið.
Reikningur fyrir lagfæringar lækkaður
Ung stúlka leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna skila á sinni fyrstu leiguíbúð. Við skilin fór fram úttekt og taldi leigusali að ástandi á veggjum og þrifum á íbúðinni væri ábótavant. Úttektaraðili tjáði stúlkunni að lagfæringar á veggjum og málun á íbúðinni myndu kosta u.þ.b. 180.000 kr. og hún skrifaði undir samning þess efnis. Í kjölfarið fékk stúlkan sendan reikning fyrir upphæðinni sem hún taldi þá bæði ósanngjarna og fremur háa. Leigjendaaðstoðin hafði samband við leigusala enda lá ekki fyrir neinn reikningur sem sýndi hver kostnaður við þrif og lagfæringar var í raun og veru. Fór svo að reikningurinn var lækkaður niður í 110.000 kr.
Gert að flytja í snarhasti
– neitað um tendurgreiðslu á tryggingarfé
Pólskur maður sem býr hér á landi fór með fjölskyldu sína til Póllands í sumarfrí síðasta sumar og kom heim í ágúst. Við heimkomuna var honum tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa leiguhúsnæði sitt eins fljótt og hægt væri því selja ætti eignina á nauðungarsölu. Fjölskyldan fann strax nýtt húsnæði og flutti inn í það um miðjan ágúst. Eftir að maðurinn hafði skilað af sér húsnæðinu neitaði leigusalinn að greiða til baka trygginguna sem nam tveggja mánaða leigu. Maðurinn leitaði því til Leigjendaaðstoðarinnar og eftir að haft var samband við leigusala bauðst hann til að endurgreiða hálfa trygginguna, eða sem nam mánaðarleigu. Því hafnaði skjólstæðingur okkar og bað um frekari aðstoð og var honum því hjálpað við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála þar sem þess var krafist að tryggingin yrði endurgreidd að fullu ásamt vöxtum og endurgreiðslu á leigu fyrir seinni helming ágústmánaðar. Kærunefndin féllst á allar kröfur skjólstæðings okkar.
Hér má lesa um nokkur mál sem hafa komið inn á borð Leigjendaaðstoðarinnar og sýna svo ekki verður um villst að víða er pottur brotinn.
Tók við húsnæði í slæmu ástandi
– hafði skrifað undir leigusamning á íslensku
Maður af erlendu bergi brotnu leitaði til Neytendasamtakanna vegna atvinnuhúsnæðis sem hann hafði tekið á leigu. Ýmislegt var athugavert við ástand húsnæðisins, sem ekki hafði verið tekið fram í viðræðum við leigusala. Óafvitandi hafði maðurinn þó undirritað leigusamning þar sem hann samþykkti að taka við húsnæðinu í þessu slæma ástandi, en hann talaði ekki íslensku og gat því ekki lesið leigusamninginn sem hann fékk eingöngu til undirritunar á íslensku. Stóð maðurinn í þeirri meiningu að skriflegi samningurinn væri í samræmi við það sem honum og leigusala hafði farið á milli munnlega. Þar sem samningsfrelsi gildir um atvinnuhúsnæði var lítið hægt að gera fyrir umræddan skjólstæðing. Sýnir þetta mál mikilvægi þess að sýna aðgát þegar ritað er undir leigusamninga, sérstaklega þegar um er að ræða atvinnuhúsnæði.
Gert að greiða umsýslugjald
– leigjandi dregur mál til baka
Erlend kona leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna umsýslugjalda sem hún var rukkuð um eftir að hún flutti inn í leiguíbúð. Reikningurinn hljóðaði upp á 30.000 kr. en slík gjaldtaka kom hvergi fram í húsaleigusamningnum sem hún hafði undirritað né á heimasíðu leigusala. Leigjendaaðstoðin skoðaði málið og sagði konunni að þessi gjaldtaka væri að öllum líkindum óheimil og var henni boðin aðstoð við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála. Eftir nokkra fundi með Leigjendaaðstoðinni ákvað konan þó að draga kæruna til baka og greiða reikninginn af ótta við að raska sambandi sínu við leigusala og vera sagt upp leigusamningnum. Leigjendaþjónustan gat því ekki aðhafst meira í þessu tiltekna máli en það sýnir glögglega hversu veik staða leigjenda getur verið.
Reikningur fyrir lagfæringar lækkaður
Ung stúlka leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna skila á sinni fyrstu leiguíbúð. Við skilin fór fram úttekt og taldi leigusali að ástandi á veggjum og þrifum á íbúðinni væri ábótavant. Úttektaraðili tjáði stúlkunni að lagfæringar á veggjum og málun á íbúðinni myndu kosta u.þ.b. 180.000 kr. og hún skrifaði undir samning þess efnis. Í kjölfarið fékk stúlkan sendan reikning fyrir upphæðinni sem hún taldi þá bæði ósanngjarna og fremur háa. Leigjendaaðstoðin hafði samband við leigusala enda lá ekki fyrir neinn reikningur sem sýndi hver kostnaður við þrif og lagfæringar var í raun og veru. Fór svo að reikningurinn var lækkaður niður í 110.000 kr.
Gert að flytja í snarhasti
– neitað um tendurgreiðslu á tryggingarfé
Pólskur maður sem býr hér á landi fór með fjölskyldu sína til Póllands í sumarfrí síðasta sumar og kom heim í ágúst. Við heimkomuna var honum tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa leiguhúsnæði sitt eins fljótt og hægt væri því selja ætti eignina á nauðungarsölu. Fjölskyldan fann strax nýtt húsnæði og flutti inn í það um miðjan ágúst. Eftir að maðurinn hafði skilað af sér húsnæðinu neitaði leigusalinn að greiða til baka trygginguna sem nam tveggja mánaða leigu. Maðurinn leitaði því til Leigjendaaðstoðarinnar og eftir að haft var samband við leigusala bauðst hann til að endurgreiða hálfa trygginguna, eða sem nam mánaðarleigu. Því hafnaði skjólstæðingur okkar og bað um frekari aðstoð og var honum því hjálpað við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála þar sem þess var krafist að tryggingin yrði endurgreidd að fullu ásamt vöxtum og endurgreiðslu á leigu fyrir seinni helming ágústmánaðar. Kærunefndin féllst á allar kröfur skjólstæðings okkar.
Umræða