Á Grælandssundi er 990 mb lægð, sem þokast NA og grynnist, en 300 km S af Hvarfi er 989 mb vaxandi lægð, sem hreyfist A og síðar NA. Yfir Bretlandseyjum er kyrrstæð 1030 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en skýjað og þurrt að kalla norðaustanlands. Suðvestlæg átt, 5-13 m/s á morgun, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Allvíða talsverð rigning nótt og fyrramálið, en dregur úr vætu seinnipartinn. Úrkomulítið á Austurlandi, en gengur í suðvestan 10-18 með skúrum suðaustanlands. Bætir í úrkomu norðvestan til annað kvöld. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 m/s og rigning, en suðaustan 8-13 og talsverð rigning um tíma í fyrramálið. Snýst í suðvestan 5-10 með smáskúrum seinni partinn. Hiti 9 til 13 stig.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s og skúrir, en norðlægari og rigning um tíma á Norðurlandi, hvassast og bjartviðri á Suðausturlandi. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir, en fer að rigna suðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða rigning, en rofar til seinnipartinn. Milt veður.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Áfram milt veður.