Hugleiðingar veðurfræðings
Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Í fyrramálið verður lægðin skammt vestur af landinu. Þá verður áttin suðlæg eða breytileg, kaldi eða strekkingur og allvíða talsverð rigning, en um og eftir hádegi dregur úr úrkomuákefðinni. Síðdegis verður orðið þurrt að mestu á Austurlandi og þá bætir í vind við suðausturströndina.
Veðuryfirlit
250 km SA af Ammassalik er 989 mb lægð, sem þokast NA og grynnist, en 400 km SSV af Hvarfi er álíka vaxandi lægð, sem hreyfist A og síðar NA.
Samantekt gerð: 08.08.2022 07:33.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og skúrir, en rigning sunnanlands síðdegis. Lengst af þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og allvíða talsverð rigning í fyrramálið, en væta með köflum eftir hádegi á morgun. Þurrt að kalla á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 m/s og skúrir, en rigning seinnipartinn. Hiti 9 til 13 stig. Suðaustlægari og talsverð úrkoma um tíma í fyrramálið, en snýst síðan í suðvestan 5-10 með súld eða dálítilli rigningu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og allvíða talsverð rigning um morguninn, en væta með köflum eftir hádegi. Úrkomulítið á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast austantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og skúrir, en rigning norðvestanlands fram eftir morgni. Suðvestan 8-15 og bjartviðri á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt og rigning, en dregur úr vætu eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Hiti áfram svipaður.