72 MÍNÚTUR SEM SKÓKU HEIMINN
Allir muna hvar þeir voru, daginn sem að sprengja og skotárás Andreas Breivik áttu sér stað, samdægurs í Noregi. Hann byrjaði á að sprengja mjög öfluga sprengju í miðborg Osló og fór svo út í Utøya og þóttist vera lögregluþjónn, vopnaður hríðskotabyssu. Þetta er mynd sem að enginn ætti að láta framhjá sér fara og er hún sýnd í Bíó Paradís.
72 MÍNÚTUR SEM SKÓKU HEIMINN
Þann 22. júlí 2011 voru meira en 500 ungmenni í pólítískum sumarbúðum á eyju fyrir utan Osló þegar vopnaður hægrisinnaður öfgamaður réðst á þau. Fyrr þennan sama dag hafði hann sprengt bílsprengju við ríkisbyggingu í
Osló áður en hann hélt ferð sinni til eyjunnar Utøya þar sem hann opnaði fyrir skothríð á eyjagestina.
Í þessari fyrstu mynd sem gerð er um árásína og þennan örlagaríka dag þá kynnumst við hinni 18 ára Kaja og vinum hennar, en myndin er skáldskapur sem byggist á hinum raunverulegu atburðum.
Myndin hefst þegar unga fólkið í sjokki yfir sprengjunni í Osló er að fullvissa fjölskyldur sínar um að þau sjálf séu óralangt frá sprengjuárásinni. Allt í einu brestur þetta örugga andrúmsloft í mola þegar byssuskot heyrast. Við fylgjumst svo með Kaja þegar hún berst fyrir lífi sínu – mínútu fyrir mínútu.