3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Lamdi björgunarsveitarmann sem bjargaði lífi hans

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Björgunarsveitarmaður var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa haft afskipti af manni sem stakk sér til sunds undir Berginu í miðri flugeldasýningu Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, í gærkvöld
.
Maðurinn stakk sér til sunds við smábátahöfnina, nærri Berginu, þegar flugeldasýningin stóð yfir og segir í frétt Víkurfrétta að vitni hafi heyrt manninn segja viðstöddum að hann ætlaði að synda til Hafnarfjarðar. Þegar björgunarbátur kom að manninum var hann að drukkna og var bjargað um borð í bátinn á elleftu stundu.
Maðurinn réðst svo á björgunarsveitarmanninn sem hafði dregið hann upp úr sjónum og bjargað honum frá drukknun, með þungum höggum, þannig að hann lá óvígur á eftir. Gert var hlé á flugeldasýningunni á meðan á björguninni stóð og var það í annað skipti sem flugeldasýningin var stöðvuð í gærkvöld en áður var gert hlé á henni er bátur sigldi inn á vel auglýst lokunarsvæði við Bergið. Víkurfréttir greindu frá málinu.