Varðmenn þessa fátæktarkerfis halda vart vatni yfir því að lagt er til að þessar SKERÐINGAR verði afnumdar
Hópur um leiðréttingu á kjörum eldri borgara og afnám skerðinga heldur úti síðu á facebook þar sem sannleikurinn um skerðingar og fátækragildrur eru opinberaðar af fólki sem verður fyrir þeim. Athyglivert er að skoða hvað eldri borgarar hafa að segja og skoða þau dæmi sem þar eru tekin:
- Einstaklingur í sambúð:
- Ellilífeyrir frá TR: + kr. 266.033
- Úttekinn sparnaður úr lífeyrissjóði: + kr. 100.000
- Staðgreiðsla – kr. 104503
- Persónuafsláttur + kr. 50.792
- Skerðing á ellilífeyri v. lífsj. – kr. 33.750
- Samtals til ráðstöfunar kr. 278.572
- Sami einstaklingur án lífeyrissj.:
- Ellilífeyrir + kr. 266.033
- Staðgreiðsla – kr. 83.667
- Persónuafsláttur + kr. 50.792
- Samtals til ráðstöfunar kr. 233.158
Ávinningur einstaklingsins af úttekt úr lífeyrissjóði uppá kr. 100.000 er sem sagt heilar kr. 45.414. Afraksturinn eftir ævilangan sparnað í lífeyrissjóði er ekki meiri. Samanlögð áhrif jaðarskatta og staðgreiðslu er nærri 55% af lífeyrissjóðnum. Þetta tryggir ríkið og heldur fólki í fátæktargildru. Óþolandi ástand.
Og varðmenn þessa fátæktarkerfis halda vart vatni yfir því að lagt er til að þessar SKERÐINGAR verði afnumdar. Óréttlæti. – ,,DEILA – DEILA – DEILA!“
Umræða