Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu varir við að skipið væri að veiðum innan reglugerðasvæðis 742/2021 þar sem allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til áramóta.
Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út og send austur til að kanna málið. Sigmaður þyrlunnar fór um borð, skoðaði afladagbók og gerði skipstjóra togskipsins að halda til hafnar til frekari rannsóknar. Lögregla tók skýrslu af skipstjóranum við komuna til hafnar síðdegis í gær.
Landhelgisgæslan vill brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel lokuð svæði áður en haldið er til veiða. Á vef Fiskistofu má finna allar upplýsingar um slík svæði.
Umræða