Ekki hlaða rafmagnshlaupahjól innandyra og nota þau hleðslutæki sem ætluð eru hjólunum!
Síðasta sólarhringinn hefur slökkviliðið farið í tvö verkefni þar sem kviknað hafði í út frá rafmagnshlaupahjóli. ,,Við höfum brýnt fyrir fólki, og gerum það áfram, að hlaða ekki rafmagnshlaupahjól innandyra, nota þau hleðslutæki sem ætluð eru hjólinu og ekki geyma hjólin inni í íbúðarrýmum.
Í heildina voru þetta sjö verkefni fyrir dælubílana en meðal annarra verkefna voru vatnstjón og pottur á eldavéla. Að auki voru 119 boðanir fyrir sjúkrabifreiðar en af þeim voru 34 forgagnsverkefni.“ Segir á vef slökkviliðsins.
Umræða