Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því að í dag hafi ökumaður verið tekinn á 155 km hraða og var hann sviptur ökuleyfi og fékk 210.000 króna sekt fyrir brotið.
,,Það er í raun dapurlegt að sumir ökumenn „þurfi“ að aka um vegi landsins á jafnvel 65 km yfir leyfilegum hámarkshraða. Farið að hausta, súldarveður og þungbúið.
Ökumaður á ferðalagi í umdæmi lögreglunnar á norðurlandi eystra var í dag stöðvaður austan Mývatns á hraðanum 155 km/klst. Viðurlög við þessari háttsemi eru ökuleyfissvipting og sekt í ríkissjóð kr 210.000.-
Lang flestir aka þó af ábyrgð, gætni og tillitssemi og bera sjálfum sér gott vitni og eru öðrum góð fyrirmynd. Vonum að umræddur ökumaður dagins í dag hugsi sinn gang og komi betur stemmdur til aksturs síðar. Vetur er í nánd og verum vel undirbúin, margar góðar gerðir vetrarhjólbarða eru í boði, bæði negldra og ónegldra.“ Segir lögreglan á Norðurlandi eystra.