Í hádeginu var tilkynnt um mann með skotvopn í Síðumúla í Reykjavík. Brugðist var hratt við enda mál sem þessi tekin mjög alvarlega.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað vegna málsins, en eftir nokkra leit fannst maðurinn í húsakynnum fyrirtækis við götuna. Þar innandyra var einnig að finna eftirlíkingu af skotvopni.
Maðurinn, sem reyndist vera starfsmaður í umræddu fyrirtæki, er ekki grunaður um refisverða háttsemi. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku, en málsatvik þykja nú liggja nokkuð ljóst fyrir.
Umræða