Veðuryfirlit
200 km V af Reykjanesi er heldur vaxandi 983 mb lægð sem þokast SA, en við Svalbarða er allvíðáttumikil og nærri kyrrstæð 970 mb lægð. 1300 km S af Reykjanesi er vaxandi 1000 mb lægð á hreyfingu NA og síðar N. Samantekt gerð: 08.10.2022 15:06.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Norðurland eystra og Austurland að Glettingi
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og austan 5-13 m/s í dag og rigning með köflum eða skúrir, en sums staðar slydda á norðanverðu landinu.
Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Gengur í norðan 18-28 m/s á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast um landið austanvert. Mikil slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en rigning eða slydda norðaustast. Úrkomulítið sunnanlands, en líkur á stöku éljum eða sandfoki. Hiti 0 til 7 stig, mildast suðaustantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-10 m/s og skúrir. Hiti 3 til 8 stig. Norðan 10-18 á morgun og styttir upp, en 18-23 á Kjalarnesi. Fer að lægja annað kvöld. Hiti 2 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan 5-10 og bjartviðri vestantil á landinu, en norðvestan 13-20 um landið austanvert, snjókoma norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið suðaustanlands. Lægir og styttir smám sman upp þegar líður á daginn. Hiti kringum frostmark, en kólnar víða um kvöldið, einkum í innsveitum, en snýst í vaxandi suðaustanátt vestast á landinu.
Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari og þurrt um landið norðaustanvert fram eftir degi. Hlýnar í veðri, hiti 4 til 10 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 og skúrir, en þurrt og bjart að mestu fyrir austan. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 1 til 6 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með dálítilli slyddu eða snjókomu norðantil, en annars úrkomulítið. Heldur kólnandi veður.