Hér eru helstu mál næturinnar hjá lögreglunni. Talsverður erill var hjá LRH og er listinn er ekki tæmandi.
00:31 Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 105, lögregla fór á staðinn en málið reyndist minniháttar.
02:24 Tilkynnt um ógnandi mann í stigagangi fjölbýlishúss. Lögregla fór á staðinn og vísaði manninum af vettvangi.
02:27 Tilkynnt um mann með hníf utan við hús í austurbænum. Samkvæmt tilkynningu fór maðurinn af vettvangi á bifreið og var stöðvaður skömmu síðar. Maðurinn fór ekki að fyrirmælum og neyddist lögregla til að beita varnarúða til að yfirbuga manninn. Málsatvik óljós og málið er í rannsókn.
04:04 Tilkynnt um mann sem er að berja á glugga húss í hverfinu. Maðurinn farinn þegar lögregla kemur og engar skemmdir eða kröfur á hendur manninum.
Umræða