Fréttatíminn í samúðarverkfalli með blaðamönnum og ekki verða birtar fréttir á milli klukkan 10 og 14 í dag
Klukkan tíu lögðu fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. Um er að ræða fyrstu aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.
Verkfallsaðgerðin hefur þau áhrif að nýjar fréttir birtast ekki á Vísi, Mbl.is og Frettabladid.is milli klukkan 10 og 14 í dag. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins.
Umræða