3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Gul viðvörun – Víðáttumikil 964 mb lægð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Suður af landinu liggur víðáttumikil 964 mb lægð og færir hún okkur stífa norðaustanátt í dag með vætu víða, en þurrt um landið suðvestanvert og líklega bjart á köflum. Vindurinn nær stormstyrk á SA-verðu landinu og er gul viðvörun í gildi þar fram á kvöld.
Á morgun bætir í vindinn norðvestantil og verður allhvass eða hvass vindur þar næstu daga með slyddu. Hægari annars staðar og víða væta. Hiti að mestu 2 til 7 stig að deginum.

Veðuryfirlit
Um 450 km NV af Írlandi er vaxandi 968 mb lægð sem fer NNV.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 10-18 m/s með morgninum, en 15-25 um tíma á Suðausturlandi í dag, hvassast í Öræfum. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt suðvestantil. Norðaustlæg átt 3-10 m/s á morgun, en 10-18 norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum fyrir norðan, en úrkomulítið sunnantil. Vaxandi austanátt sunnanlands annað kvöld með lítilsháttar vætu. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum þegar kemur fram á daginn. Hiti 2 til 8 stig.

 Gul viðvörun vegna veðurs: Suðausturland 

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s, en 10-15 norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum fyrir norðan, einkum í fyrstu, en dálítil væta sunnantil. Vaxandi austanátt sunnanlands um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum, en hægari vindur annars staðar. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en úrkomuminna syðra. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:
Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og hiti um frostmark, en suðlæg eða breytileg átt annars staðar og rigning eða slydda með köflum. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:
Gengur í stífa suðaustanátt með dálítilli rigningu, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig þegar líður á daginn.

Á sunnudag:
Áframhaldandi stíf suðaustlæg átt með rigningu víða. Hlýnar heldur.

Á mánudag:
Útlit fyrir minnkandi suðlæga átt og væta um landið sunnanvert, annars þurrt. Kólnar lítillega.