Varað er við snjóflóðahættu í Eyjafirði. Snjóflóð hafa fallið í Hlíðarfjalli, Hörgárdal og Súlum. Tvö þeirra voru af völdum fjallaskíðahóps að sögn ríkisútvarpsins.
„Það er búið að vera kalt undanfarið og þá myndaðist hrím. Þar sem snjóaði ofan á þetta hrím hefur myndast veikt lag sem þá brotnar auðveldlega og það er þetta sem er hættulegt,“ segir Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofunnar í viðtali á rúv.is.
Hún segir jafnframt að þessar aðstæður geta hafa skapast víðar en í Eyjafirði, til dæmis á Tröllaskaga og á Austurlandi. Þar hefur snjóað talsvert á síðustu dögum.
Umræða