,,Þetta er rányrkja og ekkert, ég endurtek, eðlilegt við þessa auðsöfnun á fárra hendur.“ Segir Bubbi
Við þessum ummælum brást Sjálfstæðis- maðurinn Brynjar Níelsson og varði útgerðina eins og flokksmönnum er tamt að gera og sagði Bubba bara vera gamaldags marxista. Bubbi sagði honum þá að hann vissi betur eins og flestir gera sem væru að spá í þessi mál en að þeir yrðu aldrei sammála um málið.
,Síðan 2008 hefur þetta verið eins rakketta gróðin hjá þessum fyrirtækjum“ Sagði Bubbi og endaði stutt samtal við Brynjar með þesssum orðum:
,, Brynjar Níelsson, nenni þessu ekki þú getur varið þetta eins og þig lystir ?“
Þá blandar sér í umrræðuna annar netverji sem segir: ,,Sorglegt meðan Landspítali , vegakerfið er í molum og öryrkjar og aldraðir bíða í biðröð eftir matvælum og rikisstjórnin er ekkert að gera til að bæta hag íbúa landsins. Skattlagningin er öll niður á við fyrir þá sem hafa mest.
Aumingja útgerðin getur ekki einu sinni tekið þátt í að byggja upp íslenskt samfélag . Getur bara safnað auði í eigin vasa. Með skúffufyrirtæki í öllum helstu skattaskjólum. það er von að það sjáist ekki hagnaður hér heima fyrir hann er allur fluttur út og fiskurinn hækkar í hafi svo arðurinn geti runnið til eiganda fyrirtækjanna og ekki samfélagsins“ Brynjar Níelsson sá ekki ástæðu til að mótmæla þeim orðum.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/11/nytt-jolalag-hja-joninu-stjornur-a-himni/