Sami fiskur er seldur á 300% hærra verði í Noregi en á Íslandi og nánast ekkert veiðigjald greitt til þjóðarinnar
Er betra að leigja Norðmönnum og Færeyingum makrílkvóta þjóðarinnar og fá þannig 113.000 krónur fyrir tonnið til Íslensku þjóðarinnar í stað 3.550 króna?
Einnig er sett stórt spurningarmerki við og hefur vakið mikla tortryggni, hví sami makríll er verðlaus á pappírum hjá Íslenskum útgerðum á sama tíma og Norska þjóðin fær 300% hærra verð fyrir sinn makríl? Tilhneiging er til að vísa í rangar verðlagningar og skattaskjólsfléttur Samherja í því sambandi eins og kom fram í sömu umræðu og Oddný vísar til:
Oddný Harðardóttir fjallar um umræðuna um makríl sem hefur vakið bæði furðu og tortryggni í samfélaginu
,,Í Silfrinu var mikið talað um makríl. Enginn nefndi þó útboð á makrílkvóta í Færeyjum. Færeyingar veiða á sömu miðum og Íslendingar.
Færeyingar fá 113 kr í veiðigjöld fyrir kílóið að makríl eftir útboðin síðustu þar en stjórnarliðar á Íslandi samþykktu veiðigjald upp á 3,55 kr á kílóið.
Ísleningar rukka veiðigjöld fyrir makríl sem er 3,14% af veiðigjöldum Færeyinga eftir útboð.
Man ekki eftir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi skýrt þennan mun. Reyndar hafa þau ekki enn svarað fyrirspurn minni um samanburð á veiðigjöldum hér og í Færeyjum eftir að Færeyingar tóku upp útboð á aflaheimildum.“ Segir Oddný Harðardóttir.
Hefur þú áhuga á að sjá Fréttatímanum vaxa og dafna áfram sem frjálsan og óháðan? Með því að styrkja Fréttatímann mánaðarlega eða einu sinni, stuðlar þú að því.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/05/norska-thjodin-faer-300-haerra-verd-fyrir-makril-en-greitt-er-a-islandi-vill-opinbera-rannsokn-a-verdlagningu/