Úttektarnefnd ÍSÍ hefur óskað eftir því að koma eftirfarandi á framfæri við fjölmiðla að fyrrverandi eiginkona A í máli sem fjallað er um í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem birtist í gær kveður rangt sem Magnús Gylfason segir um að hafa hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi.
Hún hafi ekki hitt Magnús og A á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þá hafi hún heldur ekki hitt A næstu daga.
Í samræmi við þær upplýsingar sem fyrrverandi eiginkona A hefur veitt nefndinni er skýrsla úttektarnefndarinnar uppfærð að þessu leyti á bls. 45. Hér er vefslóð á skýrsluna, með áorðnum breytingum:
Umræða