Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 13-20 m/s og él vestan- og norðvestantil, en mun hægara og bjartviðri eystra. Dregur smám saman úr vindi og éljum í kvöld. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustanlands. Vaxandi austan- og suðaustanátt og fer að snjóa í fyrramálið, 15-25 m/s sunnanlands, en annars 10-18. Slydda eða rigning eftir hádegi sunnan- og austanlands.
Vaxandi norðaustanátt og hríðarveður á Vestfjörðum, 18-23 m/s um kvöldið. Hægari vindur norðaustanlands annað kvöld. Hægt hlýnandi veður og hiti 1 til 6 stig undir kvöld.
Appelsínugular viðvaranir
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestlæg átt, 10-18 m/s og él, en norðaustan 15-23 og snjókoma á Ströndum og Vestfjörðum fram til hádegis. Yfirleitt hægara og úrkomulítið A-lands. Hiti í kringum frostmark, en kólnar er líður á daginn.
Á sunnudag:
Vaxandi norðaustanátt og snjókoma eða él á Norðurlandi og Vestfjörðum, en annars hæg breytileg átt, stöku él við suðurströndina en annars úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt og él á norðanverðu landinu. Hvessir og fer að snjóa eftir hádegi, fyrst suðaustanlands. Hægt hlýnandi veður.
Á þriðjudag:
Stíf norðaustanátt, snjókoma eða slydda á norðan- og austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt og rigningu eða slyddu sunnan- og austanlands, en snjókomu eða slyddu á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 09.01.2020 08:24. Gildir til: 16.01.2020 12:00.