Hann var með forgangsröðina á hreinu ungi maðurinn sem vann 59,7 milljónir í Vikinglottó sl. miðvikudag; fyrst ætlar hann að kaupa sér íbúð og síðan bíl og svo ætlar hann að gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn.
Hann hafði keypt sér 10 raða Vikinglottomiða á lotto.is kvöldið fyrir útdrátt, mundi eftir honum seint á miðvikudagskvöldið og ætlaði varla að trúa því sem hann sá þar, skilaboð um að hann hafði unnið tæpar 60 milljónir.
Það má því með sanni segja að árið byrji vel hjá þessum unga manni, hann ætlar að þiggja fjármálaráðgjöf sem öllum vinningshöfum býðst sem vinna stóra vinninga í Lottó. Starfsfólk Getspár og Getrauna óskar þessum heppna unga manni innilega til hamingju með vinninginn.