Hugleiðingar veðurfræðings
Dagurinn í dag hefst með austlægri átt 3-10 m/s og éljum fyrir austan, en annars yfirleitt björtu veðri. Hvessir eftir hádegi og þykknar upp, SA 15-25 seint í kvöld, hvassast á sunnanverðu landinu. Svo fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark norðantil. Minnkandi sunnanátt á morgun, 8-15 eftir hádegi. Víða skúrir eða slydduél, en léttir til norðaustantil. Svipaðar hitatölur á morgun, en kólnar fyrir norðan seinnipartinn.
Eftir mánudaginn er útlit fyrir stífa suðvestlæga átt með slyddéljum og síðar éljum, en þurrt að mestu norðaustantil, þá kólnar einnig smám saman. Spá gerð: 09.01.2022 06:39. Gildir til: 10.01.2022 00:00.
Veðuryfirlit
Skammt NV af Skotlandi er 982 mb lægðasvæði, sem hreyfist ASA og grynnist. Um 500 km SA af Hvarfi er vaxandi 964 mb lægð á hreyfingu N.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og él á austanverðu landinu en annars bjartviðri. Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp seinni partinn, 20-28 m/s og rigning S- og V-til um kvöldið, hvassast syðst, en annars hægara og skafrenningur eða dálítil él. Hiti víða 0 til 5 stig, en í kringum frostmarki fyrir norðan.
Snýst í sunnan og suðvestan 8-15 í fyrramálið með skúrum eða slydduéljum, en léttir til á norðanverðu landinu eftir hádegi. Hiti 0 til 5 stig, en heldur kólnandi norðantil seinnipartinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s og bjartviðri, en hvessir og þykknar upp eftir hádegi, suðaustan 18-25, og fer að rigna um kvöldið, hvassast við Kjalarnes.
Suðlæg átt 5-10 og skúrir á morgun. Hiti 2 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 10-18 m/s og rigning eða slydda S- og V-til fram undir kvöld, en síðan él, hvassast syðst. Lengst af úrkomulítið NA-lands. Hiti 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Hvöss suðvestanátt og éljagangur, en hægara og úrkomulaust að kalla eystra. Frystir um allt land.
Á fimmtudag:
Stíf suðvestlæg átt og éljagangur, en bjartviðri eystra. Lægir heldur um kvöldið og rofar til. Frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Suðvestanátt og él V-til, en annars hægir vindar og bjartviðri. Vægt frost víða um land.
Á laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga með éljum og talsverðu frosti.