Viðamikil lokun á Hafnarfjarðarvegi á kvöldin og fram til morguns í fjóra daga! Í kvöld kl. 20.00 hefst vinna við útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi.
Akreininni í átt að Reykjavík verður því lokað milli kl. 20.00 á hverju kvöldi og til kl. 06.30 morgunin eftir fram á föstudagsmorguninn 13. janúar en þá á framkvæmdum að vera lokið. Hjáleið má sjá á meðfylgjandi mynd og er hún merkt með grænum lit. Lokunin er merkt með rauðum lit.
Umræða