Mjög mikill erill hjá lögreglu í gær og í nótt og þá helst vegna ölvunar og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu og Hafnarfirði fullar eftir nóttina
Mikill erill hefur verið hjá lögreglu s.l. sólarhring og m.a. nokkrir ökumann stöðvaðir vegna ölvaðir og eða áhrifum fíkniefna. Fjórir aðilar voru handteknir vegna nytjastuldar, vörslu fíkniefna og fleiri brota og allir vistaðir í fangaklefa. Maður var handtekinn í hverfi 105 vegna vörslu fíkniefna, afgreitt með vettvangsformi og annar var handtekinn í hverfi 111 vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa. Maður var einnig handtekinn í hverfi 110 vegna sölu og dreifingu fíkniefna.
Tilkynnt var um líkamsárás í Kópavogi, einn var fluttur slasaður á slysadeild með áverka sem ekki eru taldir vera alvarlegir. Vitað er hverjir eru gerendur en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að. Aðili var svo handtekinn í Mosfellsbæ grunaður um þjófnað á vörum úr verslun þar í bæ og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður vegna málsins og laus að því loknu. Einnig var var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Skeifunni.
Leigubílsstjóri var í vandræðum með farþega í hverfi 109 sem sökum ölvunar gat litla sem enga grein gert fyrir sér. Þar sem með engu móti var hægt að fá upp úr manninum hvar hann ætti heima og endaði því sú ætlaða heimferð þannig, að hann var vistaður í fangaklefa.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á Seltjarnarnes til þess að aðstoða við að vísa unglingum úr partý sem hafði farið úr böndunum.