Guðni Bergsson var í dag endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára á 73. ársþingi knattspyrnusambandsins á Hilton Reykjavík. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni með yfirburðum. Guðni fékk 119 af 147 atkvæðum.
73. ársþingi KSÍ lokið
Rétt í þessu lauk 73. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík. Guðni Bergsson var þar endurkjörinn sem formaður KSÍ til næstu tveggja ára.
Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér
Í aðalstjórn KSÍ voru fimm frambjóðendur í kjöri um fjögur sæti og urðu eftirfarandi í efstu fjórum sætunum:
• Borghildur Sigurðardóttir | Kópavogi
• Þorsteinn Gunnarsson | Mývatnssveit
• Magnús Gylfason | Hafnarfirði
• Ásgeir Ásgeirsson | Reykjavík
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2020):
• Gísli Gíslason | Akranesi
• Ingi Sigurðsson | Vestmannaeyjum
• Ragnhildur Skúladóttir | Reykjavík
• Valgeir Sigurðsson | Garðabæ
Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem aðalfulltrúar landsfjórðunga:
• Jakob Skúlason – Vesturland
• Björn Friðþjófsson – Norðurland
• Bjarni Ólafur Birkisson – Austurland
• Tómas Þóroddsson – Suðurland
Eftirtaldir voru kjörnir sem varamenn í aðalstjórn:
• Þóroddur Hjaltalín | Akureyri
• Guðjón Bjarni Hálfdánarson | Árborg
• Jóhann Króknes Torfason | Ísafirði