7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

IÐNAÐARSÝNING Í HÖLLINNI

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sýningarfyrirtækið Ritsýn hélt í fyrra þrjár fagsýningar í Laugardalshöllinni á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og stóreldhúsa. Í ár verður Ritsýn með fagsýningu í Höllinni á sviði iðnaðar. Hefur sýningin hlotið nafnið IÐNAÐARSÝNGIN 2023  og hefst hún fimmtudaginn 31. ágúst og lýkur laugardaginn 2. september.

          Ólafur M Jóhannesson framkvæmdastjóri 
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar stefnir í stórsýningu: „ Við höfum fengið einstaklega góð viðbrögð við sýningunni frá fjölda fyrirtækja. Pantanir um sýningarpláss berast daglega frá jafnt stórum sem smærri fyrirtækjum. Enda er iðnaður mjög umfangsmikill.
Samkvæmt hagtölum skapar hann rúmlega fimmtung landsframleiðslunnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2023 mun endurspegla þetta umfang og verða helstu áherslusvið; mannvirki,  orka, innviðir, hönnun   og vistvænar lausnir.“
Ólafur segir vörusýningarnar hafa sannað gildi sitt:   „Á mínum ríflega 25 ára fagsýningaferli hefur verið einstaklega gefandi að heyra frá sýnendum sem hafa eflt þar viðskiptatengslin og stofnað til nýrra viðskiptasambanda.  Fagsýningar sanna að hin persónulegu samskipti eru enn mikilvægust í viðskiptum.“ ,segir Ólafur að lokum.

Frekari upplýsingar veita:

Ólafur framkvæmdastjóri [email protected]  698 8150
 Inga markaðsstjóri [email protected] 898 8022