Bílvelta varð á þrefaldri akrein rétt við IKEA nú rétt í þessu, ekki er vitað um tildrög slyssins né meiðsli á fólki. Tækjabifreið slökkviliðsins er mætt á svæðið en löng röð af bílum hefur myndast vegna þessa.
Bifreiðin var á leið til Reykjavíkur frá Garðabæ. Umferðin gengur mjög hægt fyrir sig og er lögreglan hleypir bílum framhjá eftir bestu getu.
Umræða