Tveggja daga verkfalli 16.000 félaga í BSRB hefur verið aflýstst en samningar tókust við viðsemjendur þeirra hjá ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Sameyk og Sjúkraliðafélag Íslands.
Samþykkt var m.a. launahækkun upp á 90.000 krónur fyrir þá starfsmenn sem eru lægst launaðir. Viðræðurnar stóðu til morguns hjá sumum viðsemjendum en voru árangursríkar og skiluðu félögum undirrituðum samningum.
Samninganefndir Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, og Reykjavíkurborgar undirrituðu nýjan kjarasamning um klukkan þrjú í nótt. Samningurinn nær til rúmlega 4000 félagsmanna sem starfa hjá borginni og gildir til 31. mars 2023. Ótímabundnum og tímabundunum verkföllum Sameykis sem hófust á miðnætti í Reykjavík hefur því verið aflýst.
Áður hafði samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifað undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins. Samningaviðræður aðildarfélaga BSRB við ríkið halda áfram.