7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Alþjóðleg samkeppni um þróun Keldnalands

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Dagur B. Eggertsson  borgarstjóri

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. efna til opinnar, alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands. Í samkeppninni er leitað eftir vönduðum tillögum og þverfaglegu teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við gerð þróunaráætlunar svæðisins.

Framundan er uppbygging á nýju og vel tengdu íbúahverfi í Reykjavík. Markmiðið er að á Keldnalandi rísi spennandi nútímahverfi sem byggir á vistvænum samgöngum og stuðlar að kolefnishlutlausu borgarsamfélagi.
,,Reykjavíkurborg telur að í landi Keldna felist einstakt tækifæri til að þróa þétt, blandað, fjölbreytt og kolefnishlutlaust hverfi sem verður einstaklega vel tengt innan borgarinnar og á höfuðborgarsvæðinu. Nýr þróunarás með hágæða almenningssamgöngum tryggir það. Áskorunin felst einnig í að flétta saman lifandi lífsgæðaborg og nálægð við náttúru.“ Segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.