-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna og Indlands

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna og Indlands voru til umræðu á fundi Martins Eyjólfssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, með Piyush Goyal, viðskipta- og iðnaðarráðherra Indlands, í Nýju-Delí í vikunni. Á fundinum var sammælst að reka endahnútinn á fríverslunarviðræðurnar sem allra fyrst, enda felast fjölmörg tækifæri í viðskiptum milli EFTA-ríkjanna og Indlands.

Þá átti ráðuneytisstjóri tvíhliða samráð við Sanjay Verma, ráðuneytisstjóra indverska utanríkisráðuneytisins. Góð samskipti Íslands og Indlands og samstarfsmöguleikar á sviði orku, mennta- og menningarmála, nýsköpunar og viðskipta voru til umræðu. Ráðuneytisstjórarnir ræddu auk þess samstarf ríkjanna tveggja á alþjóðavettvangi og fóru yfir þær áskoranir sem alþjóðakerfið stendur frammi fyrir.

Ráðuneytisstjóri tók jafnframt þátt í viðburði um jafnréttismál sem var skipulagður í samstarfi sendiráðs Íslands í Nýju-Delí við UN Women á Indlandi og UNESCO. Á viðburðinum tóku til máls fjórir fyrrverandi nemendur í jafnréttisskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu á Íslandi. Nemendurnir fjórir sögðu frá því hvernig námið við jafnréttisskólann hefur nýst þeim í störfum þeirra á Indland.

Þá ávarpaði ráðuneytisstjóri og tók þátt í málstofu um nýsköpun sem haldin var í samstarfi við Invest India og indversk-íslenska viðskiptaráðið. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja á sviði nýsköpunar sögðu frá landvinningum sínum á Indlandsmarkaði, en miklir möguleikar eru í samstarfi á þessu sviði á milli landanna á sviði nýsköpunar og jarðvarma. Meðal þátttakenda voru Össur, Marel, Kerecis, ÍSOR/Verkís, GEGpower og ONGC, ríkisorkufyrirtæki Indlands.

Auk þess var haldinn fjarfundur með ráðuneytisstjóra og ræðismönnum Íslands á Indlandi.