Lögregla kom á vettvang slökkvilið var ræst út
Rétt eftir miðnætti voru kvikmyndatökumenn við tökur í Hafnafjarðarhöfn þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina.
Kvikmyndatökumönnunum tókst ekki að fjarlægja gínuna og því óskuðu þeir eftir aðstoð lögreglu. Þegar lögreglan kom á vettvang var slökkvilið ræst út og tveir menn í flotgöllum fjarlægðu gínuna úr sjónum og afhent tökuliði, að því er segir í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Umræða