Hér að neðan er farið yfir helstu atriði í störfum lögreglunnar það sem af er komið sólarhringsins.
-
Lögreglustöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
- Tilkynnt um konu að dansa og tala út í loftið í garði. Suttu seinna var tilkynnt um að hún væri farin af vettvangi. Ekki talin þörf á að hafa frekari eftirlit með morgunleikfimi konunnar.
- Tilkynnt um sofandi mann á hóteli í hverfi 105. Lögregla fór á vettvang og vísaði manninum á brott. Maðurinn gekk sína leið.
- Tilkynnt um mann liggjandi á gangstétt í hverfi 105. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði en maðurinn var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.
- Tilkynnt um líkamsárás þar sem aðili kastaði bolla í árásarþola. Gerandi var handtekinn vegna gruns um líkamsárás, hann var vistaður í fangaklefa þangað til að tekin verður af honum skýrslu vegna málsins.
- Skráningarmerki einnar bifreiðar fjarlægð. Endurskoðun ekki sinnt.
- Maður handtekinn vegna gruns um ólöglega dvöl í landinu. Hann vistaður í klefa þar til tekin verður af honum skýrsla og lögregla gerir ráðstafanir vegna ólöglegrar dvalar hans í landinu.
- Lögreglustöð 2 – Hafnafjörður og Garðabær
- Skráningarmerki tveggja bifreiða fjarlægð vegna skoðunar og/eða trygginga.
- Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Skráningarmerki þriggja bifreiða fjarlægð vegna skoðunar.
- Tilkynnt um innbrot í bifreið. Engu var stolið úr umræddri bifreið.
- Tilkynnt um þjófnað í verslun en þjófurinn farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á vettvang. Málið er í rannsókn.
- Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Tilkynnt um innbrot í bifreið og að búið var að stela munum úr bifreiðinni. Lögregla fór á vettvang og ræddi við tjónþola. Málið er í rannsókn.
- Tilkynnt um ungmenni í kring um stöðuvatn í hverfi 110. Lögregla fór á vettvang og fræddi þau um hætturnar sem fylgja kulda og bleytu.