Vorveiðin er byrjuð og hún byrjaði eiginlega með látum, því að veðrir var gott víðast hvar á landinu og menn voru út um allt að setja í fiska á hefðbundnum veiðisvæðum í vorveiðinni
Veiðileyfasala er komin á fullt skrið og menn bæði að tryggja sér leyfi í sjóbirting og lax ofl. og framboðið er ágætt. Ný svæði hafa verið að koma inn einnig og við látum vita af því sem að við fréttum af hverju sinni og alltaf hægt að senda okkur póst líka.
Veiða.is, veiðileyfa söluvefurinn hefur verið að bæta við sig svæðum og nú síðast var kynnt veiðisvæðið í Soginu, Syðri-Brú.
,,Nú vorum við að fá nýtt veiðisvæði í sölu hér á veiða.is, Syðri-Brú í Soginu.
Syðri Brú er stór skemmtilegt laxveiðisvæði, og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Syðri Brú er efsta veiðisvæðið í Soginu, í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er stutt og þægilegt og nær frá Landaklöpp niður að Merkjalæk um 2,5 km. 8 merktir veiðistaðir eru á svæðinu.
Ber þar helst að nefna helst að nefna Landaklöpp, sem er efsti veiðistaður svæðisins og beint niður af veiðihúsinu. Landalöpp hefur í gegn um tíðina oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp. Þar sem Landklöpp er efsti veiðstaður í Soginu þá safnast oft mikið af Laxi á Landaklöppinni.
Á svæði Syðri Brúar veiðist töluvert af bleikju, einnig reitingur af urriða.
Leyfileg er að taka einn smálax á dag undir 70 cm. En allan silung sem veiðist er leyfilegt að taka. Eina leyfilega agnið er fluga.
Seldir eru stakir dagar og 2 til 3 dagar saman í hollum.
Veiðihúsið að Syðri brú er mjög vel útbúið í alla staði með svefnaðstöðu fyrir 6-8 manns. Eldhúsið í húsinu vel útbúið í alla staði þar. Fjölskylduvænt veiðihús þar sem stutt er í allskonar afþreyingu.“ segir á vef veiða.is
Hér er hægt að skoða málið betur